„Gaman að fá þessa tilnefningu“

Óttar Magnús Karlsson fagnar marki fyrr í sumar.
Óttar Magnús Karlsson fagnar marki fyrr í sumar. mbl.is/Eggert

„Það var gaman að fá þessa tilnefningu,“ sagði Óttar Magnús Karlsson framherji Víkings Reykjavíkur, sem fékk viðurkenningu frá KSÍ sem efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar að loknum leik Víkinga og Þróttara á Þróttarvellinum en það voru leikmenn deildarinnar sem tóku þátt í kosningunni. 

Frétt mbl.is: Óttar efnilegastur í deildinni

Óttar Magnús sagðist heilt vera ánægður með tímabilið sitt. „Ég var ekki fastur í byrjunarliðinu til að byrja með en síðan átti ég nokkrar góðar innkomur. Ég komst inn í liðið og náði að skora nokkur mörk, sem var fínt, þannig að ég get verið sáttur við tímabilið."

Spurður út í næsta tímabil sagðist Óttar vera samningsbundinn út leiktíðina 2018. „Eins og staðan er í dag verð ég áfram hjá Víkingum nema eitthvað annað komi upp."

Óttar Magnús Karlsson með viðurkenningu sína í leikslok í dag.
Óttar Magnús Karlsson með viðurkenningu sína í leikslok í dag. mbl.is/Freyr
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert