Íslandsbikarinn á loft í Kaplakrika

Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH lyftir Íslandsbikarnum í Kaplakrika í …
Davíð Þór Viðarsson fyrirliði FH lyftir Íslandsbikarnum í Kaplakrika í dag. mbl.is/Eggert

FH-ingar tóku við Íslandsbikar karla í knattspyrnu í Kaplakrika í dag, eftir að þeir gerðu jafntefli, 1:1, við ÍBV í lokaumferð Pepsi-deildar karla.

FH  tryggði sér titilinn annað árið í röð og í áttunda sinn á þrettán árum í 20. umferðinni og lék því tvo síðustu leikina án pressu. FH fékk 43 stig í deildinni en Stjarnan með 39 stig, KR með 38 og Fjölnir með 37 stig voru í næstu sætum á eftir.

FH fer í forkeppni Meistaradeildar næsta sumar en Stjarnan, KR og bikarmeistarar Vals fara í forkeppni Evrópudeildar UEFA.

FH-ingar - Íslandsmeistararnir 2016.
FH-ingar - Íslandsmeistararnir 2016. mbl.is/Eggert
FH-ingar fagna í leikslok í Kaplakrika í dag.
FH-ingar fagna í leikslok í Kaplakrika í dag. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert