Sif með glæsilegt mark - myndskeið

Sif Atladóttir skoraði fyrir Kristianstad í dag.
Sif Atladóttir skoraði fyrir Kristianstad í dag. Eggert Jóhannesson

Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði magnað mark í 3:1 tapi Kristianstad gegn Kopparbergs/Göteborg í sænsku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fyrsta mark hennar á tímabilinu og fyrsta mark hennar í deildinni fyrir félagið.

Sif hefur leikið með Kristianstad frá árinu 2011 en hún hefur verið lykilmaður í liðinu frá því hún kom.

Hún hefur ekki verið þekkt fyrir það að skora mikið af mörkum, þó að undanskildu tímabilinu sem hún tók með Þrótturum árið 2006 í 1. deildinni, er hún skoraði 12 mörk í 13 leikjum.

Hér fyrir neðan má sjá fyrsta mark hennar fyrir Kristianstad og þvílíkt mark sem það var.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert