Ívar Örn tryggði Víkingum sigur

Hart barist í fyrri leik Víkings og Þróttar í sumar.
Hart barist í fyrri leik Víkings og Þróttar í sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Víkingar unnu Þróttara með tveimur mörkum gegn einu á Þróttaravellinum í dag. Sigurinn var sanngjarn.

Víkingar voru mun betri aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu þá átt að vera búnir að skora fleiri en eitt mark.

Arnþór Ingi Kristinsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir Víkinga. Þróttar hófu síðari hálfleik vel með marki Björgvins Stefánssonar en tíu mínútum síðar átti Ívar Örn Jónsson bylmingsskot sem hafnaði í bláhorninu. 

Síðari hálfleikurinn var annars frekar rólegur og fátt um fína drætti. 

Leiknum lauk með sanngjörnum 1:2 sigri Víkinga. 

Þetta var kveðjuleikur Halls Hallssonar, fyrirliða Þróttar, sem fékk heiðursskiptingu í leikslok. 

Víkingar enduðu leiktíðina í 7. sæti með 32 stig á meðan Þróttarar enduðu í botnsætinu með 14 stig, sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni. 

Þróttur 1:2 Víkingur R. opna loka
90. mín. Óttar Magnús Karlsson (Víkingur R.) á skot sem er varið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert