Þurfum að fá þjálfaramálin á hreint

Mikkel Maigaard Jakobsen, leikmaður ÍBV, og Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður …
Mikkel Maigaard Jakobsen, leikmaður ÍBV, og Kristján Flóki Finnbogason, leikmaður FH, berjast um boltann í leik liðanna í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er mikill léttir að við spilum í efstu deild að ári. Ég er samt drullusvekktur að taka ekki þrjú stig í dag. Spilamennskan var mjög góð þeir fengu hjálp frá dómaranum í dag,“ sagði Ian Jeffs, þjálfari ÍBV eftir að Eyjamenn gerðu 1:1 jafntefli gegn Íslandsmeisturum FH í lokaumferð Pepsi-deildar karla í dag.

Jeffs og Alfreð Elías Jóhannsson tóku við liðinu þegar töluvert var liðið af mótinu af Bjarna Jóhannssyni sem stýrði ÍBV fyrri hluta sumars. Blaðamanni lék forvitni að vita hvort að eitthvað væri búið að ákveða með framhaldið í þjálfaramálum Eyjamanna.

„Ég get bara ekki svarað þessu. Við vorum beðnir um að taka við og klára tímabilið og það höfum við gert. Markmiðið var að halda sætinu í deildinni og það tókst. Framhaldið er samt í óvissu og ég veit í raun ekkert hvað gerist. “

Jeffs segir alltof snemmt að velta fyrir sér næsta tímabili og hvaða leikmenn skipi lið ÍBV.

„Við þurfum að fá þessi þjálfaramál á hreint og þá getur sá þjálfari sett fram sína skoðun um hvaða leikmenn hann vill fá til liðsins,“ sagði Jeffs að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert