Landsliðið mætt til Kína

Íslenska kvennalandsliðið spilar í Kína.
Íslenska kvennalandsliðið spilar í Kína. mbl.is/Golli

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu er mætt til Kína þar sem liðið tekur þátt í fjögurra þjóða móti dagana 20.-24. október næstkomandi. Leikið verður gegn heimamönnum, Dönum og Úsbekum.

Leikið verður í Chongquing-héraði í Kína. Mótið mark­ar upp­haf að und­ir­bún­ingi liðsins fyr­ir úr­slita­keppni EM sem fram fer í Hollandi næsta sum­ar en Dan­ir verða einnig þar á meðal kepp­enda. Kína og Dan­mörk eru bæði þekkt stærð í knatt­spyrnu­heim­in­um og eru í 13. og 20. sæti á styrk­leikalista FIFA hjá kon­um. Minna er vitað um Úsbekist­an en landslið þeirra vermdi 42. sætið á síðasta styrk­leikalista.

Íslensku stelpurnar lögðu af stað héðan í gærmorgun og komust á leiðarenda eftir rúmlega sólarhrings ferðalag. Enn á þó eftir að bætast í hópinn því þeir leikmenn sem leika með liðum á Norðurlöndunum eru í verkefnum með sínum félagsliðum um helgina.

Berg­lind Hrund Jón­as­dótt­ir, markvörður nýkrýndra Íslands­meist­ara Stjörn­unn­ar, er nýliði í hópnum en hann sjá má í heild hér að neðan:

Hólm­fríður Magnús­dótt­ir, Avalds­nes
Fann­dís Friðriks­dótt­ir, Breiðablik
Hall­bera Guðný Gísla­dótt­ir, Breiðablik
Berg­lind Björg Þor­valds­dótt­ir, Breiðablik
Rakel Hönnu­dótt­ir, Breiðablik
Svava Rós Guðmunds­dótt­ir, Breiðablik
Guðbjörg Gunn­ars­dótt­ir, Djurg­ar­den
Katrín Ómars­dótt­ir, Donca­ster
Gló­dís Perla Viggós­dótt­ir, Eskilstuna Utd
Anna Björk Kristjáns­dótt­ir, KIF Öre­bro
Sif Atla­dótt­ir, Kristianstad
Dagný Brynj­ars­dótt­ir, Port­land Thorns
Gunn­hild­ur Yrsa Jóns­dótt­ir, Stabæk
Ásgerður Stef­an­ía Bald­urs­dótt­ir, Stjarn­an
Berg­lind Hrund Jón­as­dótt­ir, Stjarn­an
Katrín Ásbjörns­dótt­ir, Stjarn­an
Sandra Sig­urðardótt­ir, Val­ur
Mar­grét Lára Viðars­dótt­ir, Val­ur
Elísa Viðars­dótt­ir, Val­ur
Dóra María Lár­us­dótt­ir, Val­ur
Sara Björk Gunn­ars­dótt­ir, Wolfs­burg
Sandra María Jessen, Þór/​KA

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert