Ísland leikur gegn Írlandi í mars

Íslenska karlalandsliðið mætir Írum í mars.
Íslenska karlalandsliðið mætir Írum í mars. AFP

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Írlandi í vináttulandsleik þann 28. mars næstkomandi. Leikið verður í Dublin og er leikurinn í beinu framhaldi við útileik gegn Kosóvó í undankeppni heimsmeistaramótsins þann 24. mars.

Leikið verður á Aviva-leikvanginum, sem hefur gengið í gegnum miklar endurbætur og tekur 57.100 áhorfendur. Þjóðirnar hafa tíu sinnum mæst á knattspyrnuvellinum og hefur Ísland aldrei haft betur.

Írland hefur unnið sjö viðureignir þessara þjóða og þrjár hafa endað með jafntefli. Maraktalan er 21:9 Írum í vil, en þjóðirnar mættust síðast á Laugardalsvelli í september 1997. Það var í undankeppni HM 1998 og fóru Írar þá með 4:2-sigur af hólmi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert