Ætlum að vinna þær aftur

Fanndís Friðriksdóttir fagnar eftir að hún skoraði fyrsta markið í …
Fanndís Friðriksdóttir fagnar eftir að hún skoraði fyrsta markið í 2:2 jafnteflisleiknum gegn Kínverjum í fyrradag. Í dag eru það Danir. Ljósmynd/KSÍ

Kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Dönum í öðrum leik sínum á fjögurra þjóða mótinu í borginni Yongchuan í Chongqing-héraði í Kína í dag en flautað verður til leiks klukkan 11.35 að íslenskum tíma.

Ísland gerði 2:2 jafntefli við Kína á miðvikudaginn þar sem Fanndís Friðriksdóttir og Katrín Ásbjörnsdóttir skoruðu mörk íslenska liðsins. Danir unnu Úsbekistan naumlega, 2:1, í hinum leiknum í fyrstu umferðinni.

Þetta verður önnur viðureign Íslendinga og Dana á þessu ári en liðin áttust við á Algarve-mótinu í Portúgal í byrjun mars, þar sem Íslendingar höfðu betur, 4:1. Ísland er í 16. sæti á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins en Danmörk hefur sigið niður listann á undanförnum mánuðum og skipar 20. sætið á listanum.

Sjá forspjallum leikinn í heild og samtal við Fanndísi, sem leikur sinn 75. landsleik, í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert