Guðmunda Brynja til Stjörnunnar

Guðmunda Brynja Óladóttir var fyrirliði Selfoss.
Guðmunda Brynja Óladóttir var fyrirliði Selfoss. Ljósmynd/Guðmundur Karl

Guðmunda Brynja Óladóttir hefur gengið til liðs við Íslandsmeistara Stjörnunnar í knattspyrnu og skrifað undir þriggja ára samning við félagið.

Guðmunda hefur verið burðarás í sterku liði Selfoss undanfarin ár og er mikill markvarðahrellir, eins og segir í tilkynningu Stjörnunnar. Ljóst þótti að mörg lið myndu leita hófanna við Guðmundu eftir fall Selfossliðsins úr Pepsi-deildinni í haust.

„Það er því mikið gleðiefni að Guðmunda hefur ákveðið að koma í Garðabæinn og vinna að uppbyggingu og þróun liðsins en fram undan er spennandi tímabil og örugglega ekki minni barátta en það tímabil sem nú er liðið,“ segir í tilkynningu Stjörnunnar.

Guðmunda hefur skorað 44 mörk í efstu deild hér á landi síðustu fimm árin, en hún missti af stórum hluta síðasta tímabils vegna meiðsla. Þá á hún að baki ellefu A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim eitt mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert