Kína lagði Danmörku og vann mótið

Fanndís Friðriksdóttir í leiknum við Kína, sem stóð uppi sem …
Fanndís Friðriksdóttir í leiknum við Kína, sem stóð uppi sem sigurvegari. Ljósmynd/Twitter

Kínverska kvennalandsliðið í knattspyrnu stóð uppi sem sigurvegari á fjögurra þjóða móti sem lauk í Chongqing-héraði í Kína í dag. Ísland hafnaði í þriðja sæti mótsins.

Kína vann Danmörku 1:0 í lokaleiknum í dag og fékk alls sjö stig eftir sigur á Úsbekistan á laugardag og 2:2 jafntefli við Ísland á fimmtudag. Danir enduðu í öðru sæti með sex stig eftir að hafa unnið Úsbeka og lið Íslands.

Ísland fékk fjögur stig, eitt fyrir jafnteflið gegn Kína og þrjú fyrir sigurinn á Úsbekum í dag, en liðið tapaði fyrir Dönum á laugardag. Úsbekistan tapaði öllum sínum leikjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert