Kristinn Freyr fengið tvö tilboð frá Svíþjóð

Kristinn Freyr Sigurðsson.
Kristinn Freyr Sigurðsson. mbl.is/Árni Sæberg

Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður bikarmeistara Vals í knattspyrnu sem var kjörinn besti leikmaður Pepsi-deildar karla í ár, hefur fengið tvö samningstilboð frá sænskum félögum eftir því sem 433.is greinir frá í dag.

Það eru liðin Sundsvall og Östersund sem hafa gert honum tilboð, en bæði leika þau í sænsku úrvalsdeildinni. Kristinn er samningslaus hjá Val og er greint frá því að Sundsvall vilji fá hann út til æfinga sem fyrst.

Kristinn Freyr skoraði þrettán mörk í 21 leik í Pepsi-deildinni með Val í sumar. Hann er uppalinn hjá Fjölni en hefur leikið með Hlíðarendaliðinu frá árinu 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert