Haraldur Björnsson samdi við Stjörnuna

Haraldur Björnsson.
Haraldur Björnsson. mbl.is/Golli

Markvörðurinn Haraldur Björnsson hefur samið við Stjörnuna og mun hann leika með liðinu í efstu deild karla í knattspyrnu næsta sumar.

Haraldur, sem er 27 ára gamall, gerði þriggja ára samning við Garðbæinga.

„Haraldur er gríðarlegur liðsstyrkur fyrir félagið en hann hefur leikið erlendis undanfarin ár. Þrátt fyrir ungan aldur býr Haraldur yfir mikilli reynslu sem mun nýtast félaginu vel á næstu árum bæði innanlands sem og í Evrópukeppni,“ segir á Twitter-síðu Stjörnunnar.

Hann er uppalinn Valsari en hefur auk þess leikið með Þrótti hér á landi. Hann hélt utan í atvinnumennsku fyrir fimm árum og hefur leikið með norsku liðunum Sarps­borg, Fredrikstad, Ström­men og nú síðast Lilleström. Auk þess hefur hann leikið með sænska liðinu Östersund en þaðan fór hann til Lilleström.

Har­ald­ur spilaði sinn fyrsta lands­leik fyr­ir Íslands hönd snemma á ár­inu gegn Finn­landi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert