Heppnaðist gríðarlega vel

Ísland fagnar sigurmarkinu sem Fanndís Friðriksdóttir skoraði gegn Úsbekistan.
Ísland fagnar sigurmarkinu sem Fanndís Friðriksdóttir skoraði gegn Úsbekistan. Ljósmynd/KSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu hrósaði sigri í síðasta leik sínum á þessu ári þegar liðið lagði Úsbekistan,1:0, í lokaleik sínum á alþjóðlegu móti í Chongqing-héraði í Kína. Íslenska liðið hlaut fjögur stig á mótinu eftir jafntefli við Kína og ósigur fyrir Danmörku. Það var Fanndís Friðriksdóttir sem reyndist hetja liðsins í gær, en hún skoraði þá sitt annað mark á mótinu og tryggði íslenska liðinu sigurinn.

Íslenska liðið réði ferðinni allan leikinn í gær og spilaðist hann nokkuð eins og landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson hafði gert ráð fyrir. Úsbekar voru nokkuð óskrifað blað fyrir mótið en um var að ræða fyrsta landsleik þessara þjóða í knattspyrnu í nokkrum aldursflokki.

„Þetta var eiginlega alveg nákvæmlega eins og við áttum von á. Fyrir utan kannski hversu mikið þær reyndu að tefja, við bjuggumst ekki við því svona rosalega. Þær tóku langan tíma í allar aukaspyrnur, markspyrnur og allar aðgerðir sem þær gátu notað til þess að drepa leikinn niður,“ sagði Freyr í samtali við Morgunblaðið eftir leikinn. Hann kveðst fara sáttur frá Kína með fleiri ása í erminni fyrir næstu skref í undirbúningnum fyrir lokakeppni Evrópumótsins í Hollandi næsta sumar.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert