Sigurður ráðinn aðstoðarþjálfari Blika

Arnar Grétarsson hefur fengið aðstoðarmann.
Arnar Grétarsson hefur fengið aðstoðarmann. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Sigurður Víðisson hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu og verður Arnari Grétarssyni til aðstoðar með liðið. Þetta kemur fram á blikar.is.

Sigurður fyllir skarð Kristófers Sigurgeirssonar, sem á dögunum var ráðinn þjálfari karlaliðs Leiknis í Breiðholti.

Sigurður hefur mikla reynslu af þjálfun og hefur meðal annars þjálfað meistaraflokka kvenna hjá HK/Víkingi, FH og Fjölni og var spilandi þjálfari hjá Hugin á Seyðisfirði. Undanfarin ár hefur hann þjálfað yngri flokka hjá Breiðabliki.

Sigurður, sem er 51 árs gamall, lék á árum áður með Breiðabliki, alls 127 leiki með meistaraflokki Blika á árunum 1986-1992 og skoraði í þeim fjögur mörk. 

Arnar Grétarsson og Sigurður Víðisson.
Arnar Grétarsson og Sigurður Víðisson. Ljósmynd/blikar.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert