Þórhallur Dan tekur við Gróttu

Þórhallur Dan með forráðamönnum Gróttu.
Þórhallur Dan með forráðamönnum Gróttu. Ljósmynd/Grótta

Þórhallur Dan Jóhannsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Gróttu í knattspyrnu í stað Úlfs Blandon, sem á dögunum tók við þjálfun kvennaliðs Vals.

Þetta kemur fram á fótbolti.net. Þórhallur hefur verið aðstoðarþjálfari karlaliðs Hauka undanfarin tvö ár og þá þjálfaði hann lið Álftaness tvö tímabil.

Grótta tryggði sér sæti í 1. deildinni á næstu leiktíð, en liðið hafnaði í 2. sæti á eftir ÍR í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert