Dragan tekur við Fjarðabyggð

Dragan Kristinn Stojanovic hefur lokið UEFA Pro þjálfaraprófi - hæstu …
Dragan Kristinn Stojanovic hefur lokið UEFA Pro þjálfaraprófi - hæstu þjálfaragráðu sem hægt er að taka. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Dragan Kristinn Stojanovic er tekinn við þjálfun karlaliðs Fjarðabyggðar í knattspyrnu og tekur hann við starfi Víglundar Péturssonar. Fjarðabyggð féll úr 1. deildinni í sumar og leikur þar með í 2. deild á næstu leiktíð.

Dragan þekkir vel til hjá Fjarðabyggð, en hann lék með liðinu frá 2001 til 2003, samtals 48 leiki, og skoraði í þeim 12 mörk. Hann hefur þjálfað Fjarðabyggð, karlalið Þórs, Völsungs og KF og kvennalið Þórs/KA. Í sumar þjálfaði hann 2. flokk Þórs. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert