Sindri genginn endanlega í raðir Vals

Sindri Björnsson og Sigurbjörn Hreiðarsson.
Sindri Björnsson og Sigurbjörn Hreiðarsson. Ljósmynd/Valur

Sindri Björnsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við knattspyrnudeild Vals, en hann kemur frá Leikni. Hann var á láni hjá Hlíðarendaliðinu hluta af síðasta tímabili en er nú endanlega genginn til liðs við Valsmenn.

Sindri er uppalinn hjá Leikni og lék 20 leiki með þeim í Pepsi-deildinni árið 2015. Hann spilaði 8 leiki með Val í deildinni í sumar, en Sindri á að baki 21 leik með yngri landsliðum Íslands.

Valur er toppklúbbur með mikla sögu sem er í raun heiður að fá að vera hluti af. Ég veit nákvæmlega að hverju ég geng hérna og mér leið einfaldlega hrikalega vel á Hlíðarenda í sumar. Þetta þjálfarateymi sem Óli [Ólafur Jóhannesson] og Bjössi [Sigurbjörn Hreiðarsson] mynda er mjög skemmtilegt teymi sem vill spila skemmtilegan bolta.

Ég er bara spenntur að fá að byrja að æfa og spila aftur undir þeirra stjórn. Leikmannahópurinn er stútfullur af þvílíkum meisturum, en fyrst og fremst eru þetta gæðafótboltamenn. Samkeppnin í hópnum er gríðarleg og gerir það okkur öllum gott,“ sagði Sindri við heimasíðu Vals eftir undirskriftina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert