Ragnar Bragi í Víking

Ragnar Bragi Sveinsson er hér í baráttunni við Finn Orra …
Ragnar Bragi Sveinsson er hér í baráttunni við Finn Orra Margeirsson. Ófeigur Lýðsson

Karlalið Víkings í Reykjavík í knattspyrnu hefur styrkt sig fyrir komandi átök en Ragnar Bragi Sveinsson er kominn til félagsins frá Fylki. Þetta kemur fram í tilkynningu frá knattspyrnudeild Víkings í kvöld.

Ragnar Bragi er fæddur árið 1994 og leikur sem kantmaður en hann er uppalinn í Fylki. Hann fór frá félaginu til þýska félagsins Kaiserslautern árið 2011 og lék þar í þrjú ár áður en hann kom aftur heim í Árbæinn.

Hann á að baki 54 leiki með Fylki í efstu deild og hefur skorað 4 mörk en hann hefur nú ákveðið að róa á önnur mið.

Knattspyrnudeild Víkings tilkynnti í dag samkomulag væri í höfn við knattspyrnudeild Fylkis um félagaskipti á leikmanninum. Ragnar gerði þriggja ára samning við Víking.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert