Eyjólfur samdi við Stjörnuna

Eyjólfur Héðinsson í leik með Stjörnunni.
Eyjólfur Héðinsson í leik með Stjörnunni. mbl.is/Golli

Knattspyrnumaðurinn Eyjólfur Héðinsson hefur skrifað undir nýjan samning við Stjörnuna og mun leika með Garðabæjarliðinu næstu tvö árin hið minnsta en samingurinn  gildir til loka tímabilsins 2018.

Eyjólfur sem lék með ÍR og Fylki og var síðan atvinnumaður í Svíþjóð og Danmörku í tíu ár, kom til Stjörnunnar fyrir síðasta tímabil frá Midtjylland í Danmörku en þá hafði hann verið frá keppni vegna meiðsla í hálft annað ár.

Hann náði sér vel á strik með Stjörnunni, lék 16 leiki með liðinu í Pepsi-deildinni og skoraði eitt mark, og var fyrirliði í sjö leikjanna.

Eyjólfur, sem er miðjumaður, verður 32 ára á nýársdag en hann hefur leikið fimm A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Í tilkynningu á Facebook-síðu Stjörnunnar segir m.a.: Þetta eru miklar gleðifréttir fyrir félagið en þessi frábæri knattspyrnumaður hefur á skömmum tíma hjá Stjörnunni sýnt mikla leiðtogahæfileika bæði innan vallar sem utan en hann bar til að mynda fyrirliðabandið í 8 leikjum síðastliðið sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert