Náði yfir heiðina á síðustu stundu

Dagný Brynjarsdóttir.
Dagný Brynjarsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, fer með íslenska kvennalandsliðinu til Portúgal í dag þar sem liðið tekur þátt í Algarve-bikarnum. Ekki mátti þó miklu muna að hún færi ekki.

Gríðarlegt fannfergi er á Suðvesturlandi og allar leiðir til og frá Reykjavík ófærar fyrir utan Reykjanesbrautina. Dagný er frá Selfossi og var þar stödd, en stökk af stað yfir Hellisheiðina í gærkvöldi áður en hún lokaðist.

Fyrsti leikur Íslands í Algarve-bikarnum er gegn Noregi á miðvikudag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert