Glæran kom á óvart

Birkir Már Sævarsson í leiknum gegn Austurríki á EM í …
Birkir Már Sævarsson í leiknum gegn Austurríki á EM í fyrra. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bakvörðurinn sprettharði, Birkir Már Sævarsson, er leikjahæstur í íslenska landsliðinu sem nú undirbýr sig fyrir leik gegn Kósóvó í undankeppni heimsmeistaramótsins 2018 en leikurinn fer fram í Albaníu á föstudagskvöldið.

Morgunblaðið ræddi við Birki í Parma þar sem landsliðið æfir í þrjá daga áður en haldið verður til Albaníu.

Birkir hefur leikið 69 A-landsleiki og sá næsti verður því tímamótaleikur hjá Birki. „Persónulega finnst mér þetta mjög skrítið. Ég verð að viðurkenna það,“ sagði Birkir og hló. „Maður sá það ekki alveg fyrir sér þegar maður var að byrja í þessu fyrir nokkrum árum að maður yrði einhvern tíma leikjahæstur. En þetta er frábært og ég er mjög stoltur af þessu,“ sagði Birkir.

Hann áttaði sig raunar ekki á þessari stöðu fyrr en landsliðshópurinn var kynntur síðasta föstudag. Hann gerði ráð fyrir því að fyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson væri leikjahæstur en Aron er aðeins leik á eftir með sína 68 A-landsleiki.

„Mér fannst mjög sérstakt þegar ég sá þetta á glærunni hjá Heimi á blaðamannafundinum. Ég hafði ekkert pælt í þessu en hélt að Aron væri með fleiri leiki en ég. Sennilega næ ég honum alltaf í janúarleikjunum og fer þá aðeins fram úr honum. Ég þarf að spila eins mikið og hægt er til að halda honum fyrir aftan mig,“ sagði Birkir léttur.

Sjá allt viðtalið við Birki í íþóttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert