Arnór, Emil og Gylfi ekki til Írlands

Gylfi Þór Sigurðsson fær hér högg á ökklann í leik …
Gylfi Þór Sigurðsson fær hér högg á ökklann í leik Íslands og Kósóvó í gær. AFP

Arnór Ingvi Traustason, Emil Hallfreðsson og Gylfi Þór Sigurðsson munu ekki leika með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu þegar liðið mætir Írlandi í vináttulandsleik í Dublin á þriðjudaginn kemur vegna smávægilegra meiðsla.

Arnór Ingvi fór meiddur af velli í 2:1-sigri íslenska liðsins gegn Kósóvó í undankeppni HM 2018 í gær og Gylfi Þór og Emil fengu högg í leiknum. Leikmennirnir munu ferðast til félagsliða sinna og hljóta meðferð hjá félögum sínum við meiðslum sínum.

Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort kallaðir verði inn leikmenn í leikmannahóp íslenska liðsins til þess að fylla skarð leikmannanna þriggja, en staðan verður metin í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert