KA áfram eftir öruggan sigur

Hallgrímur Mar Steingrímsson lagði upp tvö mörk í öruggum sigri …
Hallgrímur Mar Steingrímsson lagði upp tvö mörk í öruggum sigri KA gegn Keflavík í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

KA tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Lengjubikars karla í knattspyrnu með 3:0-sigri sínum gegn Keflavík á gervigrasvelli KA á Akureyri í dag. Leikurinn var liður í lokaumferð í riðli 1 og KA trónir á toppi riðilsins með 12 stig eftir þennan sigur.   

Steinþór Freyr Þorsteinsson kom KA tveimur mörkum yfir með mörkum sínum á 2. og 14. mínútu leiksins. Steinþór Freyr sem gekk til liðs við KA í nóvember á síðasta ári, eftir að hafa leikið með sænska liðinu Örgryte, Viking Stavanger og Sandnes Ulf, fór síðan meiddur af velli á 35. mínútu leiksins.

Enski varnarmaðurinn Callum Williams bætti síðan við þriðja marki KA skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks. Þar við sat og niðurstaðan sannfærandi sigur KA. Hallgrímur Mar Steingrímsson lagði upp tvö af þremur mörkum KA í leiknum.

Staðan í riðli 1 er eftirfarandi: KA 12 stig, FH 9 stig, Keflavík 7 stig, Víkingur Reykjavík 6 stig, Haukar 2 stig, Grótta 1 stig. FH mætir Gróttu og Víkingur og Haukar eigast við í lokaleikjum riðils 1.

Upplýsingar um markaskorara og atburði eru fengnar af urslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert