Er komið að fyrsta sigrinum?

Íslensku leikmennirnir fagna marki gegn Kósóvum um síðustu helgi.
Íslensku leikmennirnir fagna marki gegn Kósóvum um síðustu helgi. AFP

Írar eru í hópi þeirra þjóða sem Ísland hefur aldrei náð að sigra í A-landsleik karla í knattspyrnu en liðin eigast við í vináttulandsleik í Dublin í kvöld klukkan 18.45 að íslenskum tíma.

Írska liðið er jafnt Serbum á toppi D-riðils í undankeppni heimsmeistaramótsins og hefur ekki tapað leik í fyrri umferðinni. Írar gerðu 0:0 jafntefli við Wales á heimavelli á föstudaginn en höfðu áður gert 2:2 jafntefli í Serbíu, unnið Georgíu 1:0 heima, Moldóvu 3:1 úti og Austurríki 1:0 á útivelli.

Rétt eins og Íslendingar komust Írar áfram úr riðlakeppni EM í Frakklandi síðasta sumar. Írar gerðu jafntefli, 1:1, við Svía, töpuðu 0:3 fyrir Belgum en lögðu Ítali 1:0 og tryggðu sér með því sæti í sextán liða úrslitunum. Þar biðu þeir naumlega lægri hlut fyrir Frökkum, 1:2, eftir að hafa náð forystunni í byrjun leiks.

Ísland og Írland hafa tíu sinnum mæst í A-landsleik karla frá árinu 1958. Írar hafa unnið sjö leikjanna og þrisvar hafa þjóðirnar skilið jafnar.

Leikurinn í kvöld fer fram á hinum glæsilega leikvangi Aviva Stadium í Dublin, sem tekinn var í notkun árið 2010 og rúmar 51.700 áhorfendur. Hann var reistur í stað Lansdowne Road, sem stóð á sama stað og var þjóðarleikvangur Íra í rugby og fótbolta frá 1878 til 2007. Þar var m.a. úrslitaleikur Evrópudeildarinnar leikinn árið 2011. Þar voru 50 þúsund áhorfendur á föstudagskvöldið þegar Írland og Wales gerðu markalaust jafntefli.

Sjá greinina í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert