Sjúklegar keppnismanneskjur

Edda Garðarsdóttir þjálfari kvennaliðs KR.
Edda Garðarsdóttir þjálfari kvennaliðs KR. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Við erum með stjórn á leiknum í fyrri hálfleik, fáum fullt af færum og það er svolítið sorglegt að ná ekki að skora mark,“ sagði Edda Garðarsdóttir, þjálfari KR-kvenna, eftir 2:0 tap fyrir Þór/KA í Vesturbænum, þrátt fyrir góða baráttu.

KR hefur tapað öllum fimm leikjum sínum í deildinni en stóð rækilega uppi í hárinu á efsta liði deildarinnar. „Við spilum alveg frábæran fótbolta á köflum og það styttist í stigið miðað við það en hver einn og einasti leikmaður hjá mér er sjúklega mikil keppnismanneskja, sem finnst alltaf erfitt að tapa. Nú er bara að standa upp og halda áfram,“ bætti Edda við og sagði góðan hálfleik ekki nóg. „Ef það væri allt spilað í hálfleikjum hefði kannski farið 1:1 eða 2:0 fyrir okkur en það telur víst ekki þannig.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert