Þór/KA í basli með KR en tók efsta sætið með 2:0 sigri

Þór/KA sækir KR heim í dag.
Þór/KA sækir KR heim í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ósigrað kvennalið Þórs/KA átti í mesta basli með KR  þegar liðin mættust í 5. umferð efstu deildar kvenna í knattspyrnu á KR-vellinum.   KR, sem hefur tapað öllum fjórum leikjum sínum, átti fyrri hálfleikinn en eftir hlé vaknaði lið gestanna til lífsins og hafði að lokum 2:0 sigur.

Baráttugleði og einbeiting KR-kvenna virtist koma gestunum að norðan algerlega í opna skjöldu enda voru Vesturbæingar, ef eitthvað er, með betri tök á leiknum fyrir hlé.  Fyrri hluti fyrri hálfleiks fór í stöðubaráttu þar sem KR hafði betur en bæði lið fengu ágæt færi, sérstaklega var Sigríður M. Sigurðardóttir vörn Þórs/KA erfið og á 23. Mínútu munaði litlu þegar hún skaut yfir af stuttu færi.

Blásið var til stórsóknar eftir hlé þegar Akureyringar fóru að leggja meira í sóknir sínar.  Eitthvað varð undan að láta og á 72. Mínútu skoraði Þór/KA eftir hornspyrnu þegar, í kjölfar hornspyrnu, varð mikil þvaga inni í markteig Þórs/KA og dómari leiksins skráði markið á Önnu Rakel Pétursdóttur.   KR-konur voru fljótar að jafna sig og ætluðu sér að jafna en gagnsókn býður stundum hættunni heim og á 81. Mínútu sofnaði vörn KR aðeins á verðinum sem var nóg fyrir Söndru Maríu Jessen til að gefa hnitmiðaða sendingu inn fyrir vörn KR og Stephany Mayor innsiglaði 2:0 sigur Þórs/KA.

Fyrir vikið er Þór/KA eitt á toppi efstu deildar kvenna.  Það fer því lítið fyrir spá forráðamanna, fyrirliða og formönnum félaganna í deildinni, sem segja Valskonur líklegar til að vinna deildinna en þær eru um miðja deild Breiðablik, sem var spáð næstefsta sætinu er nú þriðja sætinu.  Þetta eru tvö af fimm liðum, sem Þór/KA hefur lagt að velli í sumar. 

KR-konur eru í níunda af tíu sætum deildarinnar eftir að hafa tapað öllum fimm leikjum sínum en töpin hafa verið mjög tæp og miðað við frammistöðu liðins fyrir hlé er ljóst að KR mun velgja hinum liðunum undir uggum í sumar.

KR 0:2 Þór/KA opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert