Þróttur lagði stigalausa Þórsara

Rafn Andri Haraldsson reynir skot að marki á meðan Ólafur …
Rafn Andri Haraldsson reynir skot að marki á meðan Ólafur Hrannar Kristjánsson fylgist með í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þróttur R. hafði betur gegn Þór í 3. umferð Inkasso-deildarinnar, 1. deild karla í knattspyrnu, í Laugardalnum í dag. Þór komst yfir í fyrri hálfleik en Þróttarar svöruðu með tveimur mörkum í síðari hálfleik.

Fyrri hálfleikurinn var með rólegra móti og virtust liðin ætla að fara markalaus inn í búningsklefana þegar Sigurður Marínó Kristjánsson skoraði beint úr aukaspyrnu, rétt utan teigs. Spyrnan virtist fara undir vegginn og í bláhornið.

Fram að því voru helstu tíðindi fyrri hálfleiks meiðsli sem Emil Atlason varð fyrir. Hann virtist sárþjáður, ef marka má há öskur framherjans. Emil missti nánast af öllu síðasta sumri vegna meiðsla og var hann borinn út af um miðjan fyrri hálfleik.

Það tók Þróttara aðeins sex mínútur að jafna leikinn í síðari hálfleik. Víðir Þorvarðarson fékk þá nægan tíma til að athafna sig í teig Þórsara áður en hann kláraði með fallegu skoti í fjærhornið. Seinni hálfleikur var býsna jafn eftir það en Gunnar Örvar Stefánsson fékk gullið tækifæri til að tryggja Þór sigurinn um miðjan hálfleikinn. Sveinn Elías Jónsson átti þá góðan sprett upp hægri vænginn áður en hann lagði boltann á Gunnar sem var aleinn fyrir opnu marki, en skotið hans rataði í fangið á Arnari Darra í marki Þróttar, þegar það virkaði auðveldara að skora.

Þórsarar áttu eftir að fá þetta í bakið því Hlynur Hauksson skoraði þegar aðeins tvær mínútur voru til leiksloka. Hann fékk þá boltann á vinstri vængnum og rataði fyrirgjöfin hans í bláhornið og reyndist það sigurmarkið.

HK vann sterkan 3:1 útisigur á Leikni F. og Grótta vann óvæntan útisigur á Selfossi, 1:0. 

Leiknir F. - HK 1:3
Javier Angel Del Cueto 44. -- Viktor Helgi Benediktsson 45. Hákon Þór Sófusson 50. Grétar Snær Gunnarsson 90

Selfoss - Grótta 0:1
Ásgrímur Gunnarsson 63.

Þróttur R. 2:1 Þór opna loka
90. mín. Leik lokið Sterkur sigur Þróttar staðreynd.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert