Jafnt í öllum leikjum

Frans Elvarsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson eigast við í dag.
Frans Elvarsson og Ásgeir Börkur Ásgeirsson eigast við í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fylkir og Keflavík skildu jöfn í 3. umferð Inkasso-deildarinnar, 1. deild karla í knattspyrnu, í dag, 1:1. Fylkir var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var 1:0 forysta þeirra í leikhléi verðskulduð. Keflavík var hins vegar betra liðið í seinni hálfleik og því fór sem fór. 

Albert Brynjar Ingason kom Fylki yfir með skalla úr hornspyrnu en jöfnunarmark Keflavíkur var sjálfsmark varamannsins Ásgeirs Arnar Arnþórssonar. 

Þetta voru fyrstu stigin sem Fylkir missir af í sumar, en Keflavík hefur nú gert jafntefli í tveimur af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni. 

Leiknir náði ekki að landa þremur stigum gegn Fram, þrátt fyrir að komast í 2:0. Elvar Páll Sigurðsson skoraði bæði mörk Leiknis en Alex Freyr Elísson og Ivan Bubalo svöruðu fyrir Fram. 

Í Hafnarfirði voru ÍR-ingar hársbreidd frá því að tryggja sér sigur á Haukum. Jón Gísli Ström kom ÍR yfir eftir tíu mínútur en Elton Barros jafnaði í blálokin og þar við sat. 

Leiknir R. - Fram 2:2
Elvar Páll Sigurðsson 18. 35. -- Alex Freyr Elísson 71. Ivan Bubalo 80.

Haukar - ÍR 1:1
Elton Barros 90. -- Jón Gísli Ström 10. (Baldvin Sturluson - Haukar, rautt spjald 68.)

Upplýsingar um leikina hér að ofan fengust á urslit.net.

Fylkir 1:1 Keflavík opna loka
90. mín. Albert B. Ingason (Fylkir) á skot sem er varið Albert í fínni stöðu innan teigs en Sindri gerir mjög vel í að verja frá honum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert