Logi tekur við Víkingum

Logi Ólafsson.
Logi Ólafsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Logi Ólafsson mun taka við þjálfun karlaliðs Víkings samkvæmt öruggum heimildum mbl.is og verður tilkynnt um ráðningu hans mjög fljótlega.

Víkingar hafa verið í þjálfaraleit síðustu daga eftir að Milos Miloj­evic hætti óvænt störfum á föstudaginn og hann er tekinn við þjálfun Breiðabliks.

Logi hefur víða komið við á þjálfarferli sínum og hann þjálfaði meðal annars lið Víkings frá 1990 til 1992 og undir hans stjórn varð liðið Íslandsmeistari árið 1991. Önnur lið sem Logi hefur þjálfað er kvennalið Vals og íslenska kvennalandsliðið og karlaliðin sem hann hefur stýrt auk Víkings eru ÍA, FH, KR, Selfoss og síðast Stjarnan árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert