Fannst vera brotið á mér

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson og Adólf Ingvi Bragason, formaður Selfoss.
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson og Adólf Ingvi Bragason, formaður Selfoss. Ljósmynd/sunnlenska.is

Þorsteinn Daníel Þorsteinsson, varnarmaður Selfyssinga, var nokkuð sáttur með úrslit kvöldsins þegar hans menn gerðu 2:2 jafntefli í Keflavík í Inkasso-deild karla í knattspyrnu. Þorsteinn sagði sína menn vita fyrir fram að þetta yrði erfitt.  

„Þetta var hörkuleikur og þetta er erfiður útivöllur. Við vissum að við þyrftum að mæta af krafti og í raun af sama krafti og þeir. Mér fannst við gera þetta vel í fyrri hálfleik að mæta þeim. Svo þegar við skorum markið þá svona dettur þetta aðeins niður hjá okkur. Þeir jafna svo í kjölfarið og í því marki fannst mér vera brotið á mér en það var ekki dæmt,“ sagði Þorsteinn í samtali eftir leik. 

Þorsteinn sagði þessi úrslit vera ásættanleg fyrir Selfoss.

„Já mjög ásættanlegt. Miðað við það að báðir okkar aðalmiðverðir voru ekki með í kvöld.  Óttar stóð sig mjög vel í kvöld, hann er ekki miðvörður að upplagi. Ég er mjög sáttur við stigið og fannst þetta sanngjarnt,“ sagði Þorsteinn að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert