Eins svekkjandi og það getur orðið

Frá leiknum í dag.
Frá leiknum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er eins svekkjandi og það getur orðið, við erum ógeðslega svekktir. Við bjuggum þetta til fyrir þá, svo við verðum að kyngja þessu,“ sagði Arnar Þór Valsson, þjálfari ÍR, eftir svekkjandi 2:1 tap gegn Fram í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í dag. Sigurmarkið kom í uppbótartíma. 

„Við missum skipulagið okkar, við lögðum upp með að halda stöðum og við gerum það í 92 mínútur og 45 sekúndur en svo slökum við á í smá stund og fáum á okkur mark. Ég er sáttur við skipulagið eins og í síðustu leikjum en við hefðum mátt vera beittari fram á við.“

Fram var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og segir Arnar ÍR-inga vera óvana að spila á velli eins og Laugardalsvelli. 

„Það tók okkur 45 mínútur að venjast þessum glæsilega leikvangi, hann er stærri en aðrir vellir og það er meira pláss. Það var engin ræða í hálfleik, þetta tók bara sinn tíma.“

„Við getum ekki farið í gegnum mótið með því að spila rosalega vel og fá ekki stig. Við vitum það og við munum rífa okkur upp,“ sagði hann að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert