Ég lagði leikinn ekki rétt upp

Leiknismenn hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar í Inkasso-deildinni.
Leiknismenn hafa átt nokkuð erfitt uppdráttar í Inkasso-deildinni. mbl.is/Golli

„Við vorum ekki alveg nógu góðir og ég tek ábyrgð á því, held eftirá að ég hafi ekki sett leikinn rétt upp,“ sagði Kristófer Sigurgeirsson þjálfari Leiknis frá Breiðholti eftir 2:0 fyrir Fylki í Árbænum, þegar 5. Umferð 1. Deildar karla lauk. 

„Við vorum sérstaklega ólíkir sjálfum okkur í fyrri hálfleik, oft í aðstæðum sem við viljum helst ekki vera í.    Ég lagði leikinn líkt og ég gerði gegn Grindavík en eftir á hefðum við átt að fara framar og taka áhættuna, spila eins og við viljum.“

Leiknir vann frækinn sigur á efstu deildar liði Grindavíkur í bikarkeppninni og það tók sinn toll.   „Ég veit ekki hvort það var þreyta í leikmönnum, ætti ekki að vera en auðvitað getur talið að hafa spilað erfiðan leik fyrir fjórum dögum en við ætlum ekki að afsaka okkur með því.  Það er mjög líklegt að staða okkar í bikarkeppninni sé að trufla okkur þó við segjum að það geri það ekki.  Við náðum merkum áfanga því Leiknir hefur aldrei komist svona langt í bikarnum og það var gaman í kringum það en það getur hafa haft áhrif.  Nú hafa fjögur lið slitið sig frá efst í deildinni og nú er okkar að reyna krafla sig upp aftur,“ bætti Kristófer við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert