Hefði alveg getað farið á hvorn veginn sem er

Harpa Þorsteinsdóttir.
Harpa Þorsteinsdóttir. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Harpa Þorsteinsdóttir viðurkennir að hún hafi tekið vissa áhættu varðandi möguleika sína á að komast á EM í sumar. Eftir að hafa fætt son sinn Ými í lok febrúar reyndi hún að forðast að fara of hratt af stað aftur, þó að það þýddi að hún næði aðeins nokkrum leikjum í júní til að sýna landsliðsþjálfaranum Frey Alexanderssyni að hún ætti skilið sæti í EM-hópnum.

Áhættan borgaði sig. Harpa fer á EM og hefur komist vel inn í lið Stjörnunnar í síðustu leikjum. Hún tryggði liðinu sigur á Þór/KA í Borgunarbikarnum áður en hún skoraði 2 mörk í 5:0-sigri á Haukum, í 10. umferð Pepsi-deildarinnar í knattspyrnu. Hún er sá leikmaður sem Morgunblaðið beinir kastljósinu að eftir umferðina.

„Gott búst fyrir sjálfstraustið“

„Það er mjög gott að vera farin að spila betur með Stjörnunni og finna að ég er að styrkjast með hverjum leiknum. Það hefði verið auðvelt að láta það hafa áhrif á sig væri ég ekki búin að skora neitt, svo þetta er gott „búst“ fyrir sjálfstraustið,“ segir Harpa, sem hefur nú náð að leika sex leiki síðasta mánuðinn.

„Maður missti mikið úr og með því að missa af undirbúningstímabilinu vantar upp á snerpuna og annað. Það hjálpaði mér rosalega mikið að fá svona marga leiki á stuttum tíma,“ segir Harpa, sem varð markadrottning Pepsi-deildarinnar í fyrra með 20 mörk í 16 leikjum, og markahæst í allri undankeppni EM með 10 mörk.

Sjá viðtalið við Hörpu í heild sinni í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert