Afturelding heldur í við toppliðin

Sæþór Ol­geirs­son var á skot­skón­um fyr­ir Völsung gegn Sindra í …
Sæþór Ol­geirs­son var á skot­skón­um fyr­ir Völsung gegn Sindra í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mikið var skorað í leikjum dagsins í 2. deild karla í knattspyrnu, en þrír leikir fóru fram í deildinni í dag. Afturelding nálgaðist topplið deildarinnar með 1:0-sigri gegn Vestra, Tindastóll fjarlægðist fallsvæðið með því að vinna 5:3-sigur gegn KV og Völsungur siglir lygnan sjó um miðja deild eftir að hafa haft betur, 4:2, gegn Sindra.

Sæþór Olgeirsson skoraði þrennu fyrir Völsung í sigrinum gegn Sindra og Kenneth Hogg gerði sér lítið fyrir og skoraði fjögur marka Tindastól þegar liðið lagði KV að velli.

Afturelding er með 15 stig í fimmta sæti deildarinnar eftir sigurinn gegn Vestra í dag. Afturelding er tveimur stigum á eftir Njarðvík sem er í öðru sæti deildarinnar og fimm stigum frá Magna Grenivík sem trónir á toppi deildarinnar.

Völsungur og Vestri eru í sjötta og sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig, en þar á eftir koma Tindastóll með 12 stig og KV með 11 stig. Sindri situr á botni deildarinnar með þrjú stig, en sex stigum munar á Sindra og Hetti sem er í næsti sæti fyrir ofan fallsæti.

Afturelding - Vestri, 1:0
Einar Marteinsson 10.

Sindri - Völsungur, 2:4
Tómas Leó Ásgeirsson 20, Erlendur Rafnkell Svansson 83 - Árni Rúnar Örvarsson (sjálfsmark) 2, Sæþór Olgeirsson (vítaspyrna) 21, 55, Sæþór Olgeirsson 83.    

Tindastóll - KV, 5:3
Kenneth Hogg 54, 64, 65, 83, Arnar Ólafsson 90 - Þorvaldur Sveinn Sveinsson 43, Brynjar Orri Bjarnason 57, Björn Þorláksson 77.

Úrslit og markaskorarar eru fengin af urslit.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert