„Fínt að byrja júlímánuð svona“

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Tilfinningin er gríðarlega sæt. Það var afar kærkomið fyrir okkur að fá þetta sigurmark í lokin. Þetta var jafn leikur tveggja góðra liða,“ sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Stjörnunnar eftir sigur liðsins á KR í Borgunarbikarnum í kvöld. Stjarnan er nú komin í undanúrslit bikarsins. 

Sjá frétt mbl.is: Dramatískt sigurmark Stjörnunnar í uppbótatíma

Leikmenn beggja liða virtust þreyttir í lok leiks og bæði lið spiluðu erfiða Evrópuleiki í vikunni. Var staðreyndin sú að hvorugt liðið vildi framlengingu?

„Nei ég held nú ekki. Það er auðvitað stutt síðan liðin spiluðu Evrópuleik en bæði lið eru í toppstandi og geta spilað svona leiki. Það er kærkomið fyrir okkur að fá sigur. Það gefur okkur mikið inn í leikinn á Evrópuleikinn á fimmtudaginn í Evrópudeildinni. Þetta er búinn að vera þungur júnímánuður þannig að það er fínt að byrja júlímánuð svona,“ sagði Rúnar.

„Þetta var þettingur í seinni hálfleik, báðum megin eiginlega. Þeir pressuðu í lokin en sköpuðu sér engin almennileg færi þannig séð. Robert [Sandnes] átti skot fyrir utan teig sem Halli varði vel. Við fengum líka hættuleg færi þannig að þetta var jafnt.“

Er viðsnúningurinn nú kominn hjá Stjörnunni?

„Við erum allaveganna komnir með sigurleik og vonumst til að það hjálpi okkur í næstu leikjum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert