Ættum að fá kassa af Poweraid

Kolbeinn Kárason býr sig undir að skjóta í kvöld.
Kolbeinn Kárason býr sig undir að skjóta í kvöld. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Þetta er frábært, það hafa verið mjög færir þjálfarar á undan mér sem hafa ekki komist svona langt. Þetta er fyrst og fremst liðið sem nær þessum árangri, ekki ég," sagði Kristófer Sigurgeirsson, þjálfari Leiknis eftir að liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikars karla í knattspyrnu í kvöld með 2:1 sigri á ÍA í framlengdum leik. Þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sem Leiknir kemst svo langt í bikarkeppninni. 

„Við vorum að mæta alvöru liði. Það er mjög langt síðan það var dregið og ég hef verið að horfa mikið á þá í síðustu leikjum. Ég hef orðið stressaðri og stressaðri því það eru mikil gæði í þessu Skagaliði, sérstaklega fram á við. Það er ástæðan fyrir að við ákváðum að liggja niðri."

Bekkurinn hjá Skagamönnum var oft á tíðum ósáttur ákvarðarnir Péturs Guðmundssonar, dómara leiksins. Kristófer var ánægður með hans störf í dag. 

„Ég er mikill aðdáandi Péturs Guðmundssonar, við erum félagar. Hann leyfir aðeins meira og það er eitthvað sem maður vill hafa. Ég hef ekkert út á hann að setja, enda geri ég það aldrei. Ég sá vítið ekki almennilega, boltinn fór örugglega í höndina á Dóra og þá er þetta víti."

Eftir að hafa legið mikið til baka undir lok venjulegs leiktíma, voru Leiknismenn kraftmiklir í framlengingunni. 

„Við fengum okkur Powerade, við ættum að fá kassa af því núna, sagði hann og skellihló. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert