Stjarnan úr leik eftir annað tap

Stjarnan er úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 1:0 tap gegn írska liðinu Shamrock Rovers í Dublind á Írlandi í kvöld. Stjarnan tapaði fyrri leiknum með sömu markatölu og er því úr leik eftir samanlagt 2:0 tap. 

Graham Burke skoraði eina mark leiksins á 20. mínútu með skoti af stuttu færi eftir sókn upp vinstri kantinn. Nokkurt jafnræði var með liðunum eftir það. Alex Þór Hauksson komst næst því að skora fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik, en Tomer Chencinski í marki Shamrock varði vel frá honum. 

Stjarnan byrjaði seinni hálfleikinn ágætlega, þó án þess að skapa sér mikið af hættulegum færum. Það besta fékk Hilmar Árni Halldórsson en skotið hans úr vítateignum var vel varið af Chencinski. 

Írarnir voru nálægt því að skora annað markið sitt undir lokin en Haraldur Björnsson, einn besti maður Stjörnunnar í leiknum, stóð vaktina vel í markinu. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Shamrock Rovers 1:0 Stjarnan opna loka
90. mín. Máni A. Hilmarsson (Stjarnan) kemur inn á
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert