Nú þarf ég að setja annað markmið

Andri Rúnar Bjarnason reynir að skalla að marki KA í …
Andri Rúnar Bjarnason reynir að skalla að marki KA í dag. Ljósmynd/Óskar Birgisson

„Þetta góða gengi heldur áfram jafn lengi og við berjumst hver fyrir annan. Mér fannst við stjórna leiknum eftir erfiða byrjun fyrstu 15-20 mínúturnar í leiknum og sigurinn því verðskuldaður,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason í samtali við mbl.is eftir 2:1-sigur liðsins gegn KA í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

Andri Rúnar brenndi af vítaspyrnu í fyrri hálfleik, en var hvergi smeykur þegar Grindavík fékk aðra vítaspyrnu þegar um það bil tíu mínútur voru eftir af leiknum. Andri Rúnar skoraði sitt tíunda deildarmark í sumar og sá til þess að Grindavík situr á toppi deildarinnar með 21 stig.

„Ég var pirraður í smástund eftir að hafa klúðrað fyrra vítinu, en svo pældi ég ekkert meira í því. Ég var bara staðráðinn í því að bæta fyrir það og skora seinna í leiknum. Það tókst og ég er mjög ánægður með það. Nú er ég búinn að ná mínu persónulega markmiði og mun setja mér annað í kjölfarið. Liðið mun síðan setja sér annað markmið fyrir seinni umferðina held ég,“ sagði Andri Rúnar um markaskorun sína og gott gengi Grindavíkur það sem af er sumri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert