Viðar Örn skoraði er Maccabi vann KR

Pálmi Rafn Pálmason skoraði mark KR í dag.
Pálmi Rafn Pálmason skoraði mark KR í dag. mbl.is/Golli

Ísraelska liðið Maccabi Tel Aviv er í vænlegri stöðu í einvíginu gegn KR í 2. umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu eftir 3:1 sigur á KR í Ísrael í dag. Pálmi Rafn Pálmason kom KR yfir í síðari hálfleik en Maccabi svaraði með þremur mörkum. Viðar Örn Kjartansson kom Maccabi í 2:1. 

Íraelska liðið var töluvert meira með boltann í fyrri hálfleik en náði ekki að skapa sér góð færi. Stefán Logi Magnússon hafði það nokkuð náðugt í markinu og var staðan markalaus í leikhléi. 

Pálmi Rafn Pálmason kom KR yfir á 58. mínútu er hann skallaði boltann í bláhornið eftir góða fyrirgjöf Kennie Chopart frá vinstri. Sjö mínútum síðar jafnaði varamaðurinn Aaron Schoenfeld með skoti af stuttu færi. 

Viðar Örn Kjartansson kom Maccabi síðan í 2:1 með skoti rétt utan teigs og Omer Atzily skoraði þriðja mark Maccaby á 82. mínútu og þar við sat. Liðin mætast aftur í Vesturbænum 20. júlí. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Maccabi Tel Aviv 3:1 KR opna loka
90. mín. Það eru fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert