„Við vildum þrjú stig í dag“

Halldór Smári Sigurðsson varnarmaður Víkings R.
Halldór Smári Sigurðsson varnarmaður Víkings R. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Okkur leið mjög vel inni á vellinum, við vorum þéttir og þeir voru ekki að skapa neitt. En svo kemur eitt móment þar sem við gleymum okkur aðeins og okkur er refsað. Þetta eru einföld mistök sem geta komið fyrir alla. Þetta er eitthvað sem við þurfum bara að laga,“ sagði Halldór Smári Sigurðsson, varnarmaður Víkings, eftir svekkjandi tap gegn Val á heimavelli í dag.

Halldór átti góðan leik í hjarta varnarinnar í jöfnum leik en það dugði ekki til gegn sterku liði Vals í kvöld.

„Þetta er svekkjandi því okkur fannst þetta gott tækifæri til að klára leikinn þegar við mætum þeim í Evrópuleikjasamloku með okkur í miðjunni, þannig að við vildum ná í þrjú stig í dag. Að fá þá núll stig, þegar meira að segja eitt stig hefði verið ásættanlegt, er hrikalega svekkjandi,“ sagði Halldór í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert