Fjölnir skildi ÍBV eftir í fallsæti

Þórir Guðjónsson með boltann í leiknum í dag.
Þórir Guðjónsson með boltann í leiknum í dag. mbl.is/Árni Sæberg

Fjölnir lagði ÍBV að velli, 2:1, þegar liðin mættust í í 12. umferð efstu deildar karla í knattspyrnu, Pepsi-deildarinnar á Extra-vellinum í Grafarvogi í dag. Þórir Guðjónsson kom Fjölni yfir í upphafi seinni hálfleiks, en Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði metin fyrir ÍBV um það bil tíu mínútum síðar.

Það var svo Ingimundur Níels Óskarsson sem tryggði Fjölni stigin þrjú þegar hann skoraði snoturt mark rúmum fimm mínútum fyrir leikslok. Fjölnir er í sjöunda sæti deildarinnar með 15 stig eftir þennan sigur, en ÍBV er hins vegar áfram í næstneðsta sæti deildarinnar með 11 stig. ÍBV hefur jafn mörg stig og KR sem er sæti ofar, en KR á tvo leiki til góða á ÍBV.   

Fjölnir 2:1 ÍBV opna loka
90. mín. ÍBV fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert