„Betri á öllum sviðum“

Lisa Makas og Dagný Brynjarsdóttir í baráttu um boltann í …
Lisa Makas og Dagný Brynjarsdóttir í baráttu um boltann í gær. AFP

„Þetta var hrikalegt. Svekkelsið var mikið eftir Frakkaleikinn, aftur eftir leikinn við Sviss, en við ætluðum okkur líka sigur gegn Austurríki. Austurríki var hins vegar betra lið á öllum sviðum,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir eftir lokaleik Íslands á EM í knattspyrnu í Hollandi, 3:0-tap gegn Austurríki.

„Við vissum hvernig þær ætluðu að spila en náðum ekki að loka á sóknarleikinn þeirra og náðum ekki að nýta okkar sóknarleik að þessu sinni. Austurríki á mikið hrós skilið fyrir að vinna riðilinn,“ sagði Dagný. Ísland spilaði skelfilega í fyrri hálfleik og staðan var 2:0 eftir hann.

„Við ræddum um þetta í hálfleik og ætluðum að gera betur. Okkur fannst við alveg vera með þetta í upphafi leiks, en það reyndist ekki rétt. Við vorum ekki nógu góðar í að vinna „annan bolta“, og þær voru bara mun beittari en við alls staðar. Boltinn datt niður í teignum og þær voru alltaf á undan að pota í hann. Við eigum líka að geta haldið boltanum betur í stað þess að sparka svona oft langt,“ sagði Dagný.

Sjá allt viðtalið við Dagnýju í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert