Fylkir enn í öðru sæti þrátt fyrir tap

Valdimar Þór Ingimundarson í baráttunni við Kristján Pál Jónsson í …
Valdimar Þór Ingimundarson í baráttunni við Kristján Pál Jónsson í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Magnússon

Leiknir R. tók á móti Fylki í Breiðholtinu í 15. umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu í kvöld og hafði 1:0 sigur. 

Það var fátt um fína drætti í fyrri hálfleik en á 21. mínútu skoraði Ingvar Ásbjörn Ingvarsson með föstu skoti frá vítateigshorninu í fjærhornið og kom heimamönnum yfir sem spiluðu agaðan varnarleik í kvöld og voru fastir fyrir.

Fylkismenn reyndu að pressa í síðari hálfleik, voru mikið með boltan og fengu urmul af hornspyrnum og aukaspyrnum en það voru engu að síður Leiknismenn sem fengu hættulegustu færin og ljóst að það vantar sjálfstraust í sóknarlínu Fylkis.

Fylkir hefur nú ekki unnið í síðustu þremur leikjum sínum og aðeins unnið einn af síðustu fimm en heldur þó 2. sætinu með 30 stig. Leiknismenn færa sig upp í 7. sæti og eru þar með 23 stig. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Leiknir R. 1:0 Fylkir opna loka
90. mín. Fylkir fær hornspyrnu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert