ÍR fór langt með að fella Gróttu

Jón Gísli Ström skoraði tvö í kvöld.
Jón Gísli Ström skoraði tvö í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir leikir fóru fram í Inkasso-deild karla í knattspyrnu í kvöld. Annars vegar hafði ÍR betur gegn Gróttu í Breiðholti, 3:1 og hins vegar vann Leiknir R. 2:0-útisigur á Selfossi. Grótta er nú sjö stigum frá öruggu sæti í deildinni þegar aðeins fimm leikir eru eftir af deildinni. 

Jón Gísli Ström skoraði úr vítaspyrnu á síðustu mínútu fyrri hálfleiks og kom ÍR í 1:0 gegn Gróttu. Sergine Fall bætti við öðru marki á 61. mínútu og Jón Gísli var svo aftur á ferðinni á 70. mínútu og kom ÍR í 3:0. Ásgrímur Gunnarsson minnkaði muninn í 3:1 á 78. mínútu og þar við sat. 

Á Selfossi kom Ragnar Leósson Leiknismönnum yfir úr vítaspyrnu eftir aðeins átta mínútna leik og Tómas Óli Garðarsson gulltryggði sigurinn í blálokin. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert