Keflavík að stinga af á toppnum

Keflavík fær heimsókn frá ÍR í kvöld.
Keflavík fær heimsókn frá ÍR í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Keflavík sigraði ÍR nú rétt í þessu með þremur mörkum gegn tveimur á Nettóvellinum í Keflavík í 18. umferð Inkasso-deildarinnar í knattspyrnu.

Keflvíkingar juku með því forskot sitt í deildinni í fjögur stig og eru með 37 stig en Fylkir og Þróttur eru með 33 stig hvort og Haukar 30. ÍR er áfram í 10. sæti með 16 stig, sjö stigum fyrir ofan fallsæti.

Keflvíkingar komust yfir með marki frá Adam Árna Róbertssyni sem var þeirra besti maður í kvöld. ÍR skoraði hins vegar næstu tvö mörk og þar voru að verki Már Viðarsson og Renato Punyed.

Lítið benti til þess að Keflvíkingar færu með nokkuð úr leiknum fyrr en Jeppe Hansen hlóð í Pepsi-deildarmark og jafnaði fyrir Keflavík. Það var svo Leonard Sigurðsson sem skoraði sigurmarkið eftir varnarmistök heimamanna. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Keflavík 3:2 ÍR opna loka
90. mín. Leonard Sigurðsson (Keflavík) á skot sem er varið Leonard einn gegn markmanni en Helgi gerði vel og lokaði markinu vel.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert