Viðar Örn inn fyrir Rúrik

Viðar Örn Kjartansson
Viðar Örn Kjartansson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðar Örn Kjartansson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn í knattspyrnu sem undirbýr sig fyrir leik gegn Úkraínu í undankeppni HM á þriðjudag.

Viðar Örn kemur inn í hópinn stað í stað Rúriks Gíslasonar sem fékk rautt spjald í gær í 1:0 tapinu gegn Finnum. Þetta staðfesti Viðar Örn við 433.is í dag.

Viðar Örn fékk ekki kallið frá Heimi Hallgrímssyni landsliðsþjálfara fyrir annað verkefnið í röð er það kom að leiknum gegn Finnum í gær en hann var ekki heldur valinn fyrir Króatíuleikinn í júní.

Viðar Örn á 14 A-landsleiki að baki og eitt mark en hann spilaði síðast með Íslandi gegn Kósóvó í þessari undankeppni.

Staðan í I-riðli:

Króatía 16, Úkraína 14, Ísland 13, Tyrkland 11, Finnland 4, Kósóvó 1.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert