Get bara verið ánægður

Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals í leiknum fyrir …
Sigurbjörn Hreiðarsson og Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals í leiknum fyrir norðan í kvöld. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Hinn eitilharði Sigurbjörn Hreiðarsson, aðstoðarþjálfari knattspyrnuliðs Vals, var nokkuð sáttur með stig í dag eftir að hans lið hafði gert 1:1 jafntefli í hörkuleik gegn KA á Akureyri í Pepsi-deild karla.

Úrslitin þýða að Valur þarf að bíða eitthvað lengur eftir Íslandsmeistaratigninni sem þeir hafa beðið eftir í tíu ár. Liðið þarf reyndar aðeins einn sigur úr síðustu þremur leikjum sínum en Stjarnan og FH gætu hugsanlega skotist á toppinn ef allt fer á versta veg hjá Valsmönnum. 

„Ég get bara verið ánægður með þessi úrslit, sem mér finnst hafa verið nokkuð sanngjörn. Auðvitað vildum við vinna þennan leik en það er erfitt að spila gegn KA. Þeir eru virkilega sterkir líkamlega og gefa ekkert eftir. Við lentum bara í hörkuleik og verðum að vera ánægðir  með þetta stig sem við fengum.“ 

Varðandi lokaumferðirnar og þann eina sigur sem upp á vantar til að tryggja meistaratitilinn sagði Sigurbjörn:

„Við getum alltaf freistast til að hugsa of langt. Hins vegar einbeitum við okkur bara að næsta leik og ekkert lengra en það. Nú er það Fjölnisliðið sem bíður á sunnudaginn. Sá leikur verður gríðarlega erfiður það sem Fjölnismenn eru að berjast í fallslagnum. Það er ekkert á vísan að róa með sigur þar svo við þurfum að vera einbeittir. Við stefnum að sjálfsögðu á sigur en eins og ég segi þá verðum við að ná toppleik svo það takist“ sagði Bjössi Hreiðars að lokum. 

Aleksandar Trninic brýtur á Einari Karli Ingvarssyni í leiknum í …
Aleksandar Trninic brýtur á Einari Karli Ingvarssyni í leiknum í dag. mbl.is/Skapti Hallgrímsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert