Ætluðum að láta Ísland gefa fyrirgjafir

Agla María Albertsdóttir og Rannvá Andreasen fyrirliði Færeyja í leiknum …
Agla María Albertsdóttir og Rannvá Andreasen fyrirliði Færeyja í leiknum í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Ég átti ekki von á þessum úrslitum en leikurinn sjálfur var eins og ég átti von á, að Ísland væri með boltann og við reyndum að verjast eins vel og við gætum,“  sagði Pætur Clementsen þjálfari færeyska kvennalandsliðsins i knattspyrnu eftir stórt fyrir Íslandi á Laugardalsvelli í kvöld.    „Við vorum að koma frá heimaleik og stóru tap í okkar fyrsta leik í riðlakeppni og við erum að venja okkur að spila gegn bestu liðunum.“

Færeyingar unnu sinn riðil til að komast áfram og það var í fyrsta sinn hjá Færeyingum.  „Við unnum riðil okkar og sem var mjög óvænt eftir að við unnum Tyrki svo nú verðum við að spila gegn betri liðunum, sem er að sjálfsögðu ný reynsla fyrir okkur að spila við lið sem eru miklu betri en við.   Við venjumst því.   Ég held samt að stóra tapið gegn Tékklandi hafi ekki haft svo mikil neikvæð áhrif á leikmenn okkar því þeir ná að setja það í samhengi við að þeir eru að spila við stærri og reynslumeiri liði, sem hafa marga landsleiki að baki á meðan okkar leikmenn eru margir mjög ungir með fáa landsleiki.   Það var því ekki svo að tapið gegn Tékklandi var ástæðan fyrir tapi okkar hér í kvöld heldur hafi hann hvatt okkur til að gera betur.“

Pætur þjálfari hafði skoðað íslenska liðið og vildi hvað hann vissi hvað gerðist.  „Ég sá síðustu leiki Íslands á EM og nokkra fleiri, vitum að heimsklassa lið   og gerðum okkar besta til að undirbúa okkur fyrir það.  Við ætluðum að koma íslenska liðinu í að gefa fyrirgjafir en stundum er erfitt að verjast gegn svona liði.  Það verður ekkert vandamál að fá leikmenn okkar til einbeita sér í næsta leik.  Við völdum þetta sjálf, hinn valkosturinn er að vera ekki með og þá er miklu betra að spila fleiri leiki.  Næsti leikur verður gegn Þýskalandi og hann verður jafn erfiður og þessi leikur í kvöld.  Síðan fáum við leik heima gegn Slóveníu og ég vona að þá munurinn á liðunum verði ekki svona mikill,“  sagði Pætur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert