Keflavík og Fylkir berjast um bikarinn

Jeppe Hansen er markahæstur í Inkasso-deildinni með 15 mörk.
Jeppe Hansen er markahæstur í Inkasso-deildinni með 15 mörk. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Lokaumferðin í Inkasso-deild karla í knattspyrnu fer fram á morgun og þá ræðst það hvort Keflavík eða Fylkir fái bikarinn fyrir sigurinn í deildinni.

Keflavík og Fylkir hafa þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni að ári og það kemur í hlut Gróttu og Leiknis Fáskrúðsfirði að falla.

Keflavík hefur eins stigs forskot á Fylki fyrir lokaumferðina. Keflavík sækir HK heim í Kórinn en HK-ingar hafa verið á gríðarlegri siglingu og hafa unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum í deildinni.

Fylkismenn taka á móti ÍR-ingum en Breiðhyltingar, sem eru nýliðar í deildinni, tryggðu sér áframhaldandi sæti í deildinni um síðustu helgi.

Leikirnir í lokaumferðinni sem hefjast allir klukkan 14 eru:

HK-Keflavík

Fylkir - ÍR

Selfoss - Haukar

Leiknir R. - Grótta

Leiknir F. - Þór

Fram - Þróttur

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert