Héldum loksins markinu hreinu

Logi Ólafsson, þjálfari Víkings.
Logi Ólafsson, þjálfari Víkings. mbl.is/Kristinn Magnússon
<span>„Það var lítið í spilunum og við gátum ekki unnið leikinn til að koma okkur ofar í töflunni. Þetta gekk ekki upp í dag og Skagamenn áttu kannski fleiri færi en við gátum stolið þessu þarna í lokin. Það jákvæða er þó þau færi sem við fengum og að við héldum loksins markinu hreinu,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings R., eftir tíðindalítið 0:0 jafntefli gegn ÍA í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu í dag.</span><span><br/></span><span><br/>Báðum liðum gekk illa að sækja í dag en þó voru gestirnir ögn beittari. Hefði ekki verið betra að kveðja heimavöllinn í ár með betri frammistöðu og gleðja stuðningsmennina?</span><span><br/></span><span><br/>„Jú bæði gleðja þá og okkur líka. Við hefðum viljað afmá þennan stimpil af okkur að við gerum ekkert nema þegar við höfum hnífinn við barkann á okkur og það liggi það mikið við. En við náðum okkur ekki á strik í dag og Skagamenn voru sprækir.“</span><span><br/></span><span><br/>Veigar Páll Gunnarsson fékk sjaldgæft sæti í byrjunarliði Víkings í dag en Logi taldi hann einfaldlega eiga það skilið.</span><span><br/></span><span><br/>„Okkur hefur fundist hann eiga fá skilið tækifæri til að byrja, hann byrjaði á dögunum og gerði vel og við vildum gefa honum tækifæri í dag.“</span> <span> </span> <span>Það þótti telja til tíðinda að leikmenn Stjörnunnar stóðu ekki heiðursvörð fyrir nýkrýnda Íslandsmeistara Vals í leik liðanna í dag. Logi fer með sína stráka á Valsvöllinn í lokaumferðinni og hann mun hvetja sína leikmenn til að standa slíkan vörð, „ég mun gera það, já.“</span><span><br/></span><span><br/>Að lokum segir Logi að stefnt sé á að hann haldi áfram með liðið en hann er samningsbundinn út næsta tímabil: „Það er stefnt að því, já.“</span>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert